CAFF

Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) er einn af sex vinnuhópum Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council), sem er samstarfsvettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum. Löndin eru Kanada, Bandaríkin, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland. Vinnuhóparnir gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi ráðsins en CAFF sinnir málefnum er varða verndun lífríkis á norðurslóðum.

CAFF stuðlar að sameiginlegum rannsóknarverkefnum, samræmir verkefni og gögn, sinnir stefnumótun og og miðlar niðurstöðum og upplýsingum til Norðurskautsráðsins, vísindamanna, alþjóðlegra stofnanna og annarra er láta sig málaflokkinn varða. CAFF er stýrt af CAFF stjórninni sem er skipuð fulltrúum landanna átta og fulltrúum frumbyggja. Einnig hafa sérstakir hagsmunaaðilar áheyrnarrétt að stjórnarfundum.

Vefsíða

caffresizedCAFF rekur stóra og öfluga vefsíðu, auk undirsíðna sem tilheyra sérstökum verkefnum. Á vefsíðu CAFF má finna mikinn fróðleik um lífríki norðurslóða hvort sem það snýr að stöðu eða vöktun, yfir 700 skjöl og skýrslur um ýmis málefni, upplýsingar um sérfræðihópa á vegum CAFF sem eru meðal annar á sviði plönturíkis, fugla, verndunarsvæða, vistkerfi sjávar, vistkerfa ferskvatna og vistkerfa á landi. Meðal annarra síðna sem CAFF heldur utan um eru Abds.is, sem heldur utan um ýmis rannsóknargögn og CBMP.is, samtök aðila sem vinna að verndun lífríkis á norðurslóðum.

www.caff.is
www.arcticbiodiversity.is
www.abds.is

Dæmi um útgefið efni 

Sjá nánar hér

 

caff tom barryTengiliður

Nafn: Tom Barry

Starfsheiti: Framkvæmdastjóri

Tölvupóstur: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Símanúmer: 462-3350

 

 

 

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal