Hafrannsóknastofnun

hafro logoHafrannsóknastofnun var komið á fót með lögum nr. 64 frá 31. maí 1965 og gegnir lögum samkvæmt mikilvægu rannsókna- og ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist samstarfi við erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Hafrannsóknastofnun heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er að stærstum hluta kostuð af fjárlögum ríkisins, en einnig með framlögum úr rannsóknasjóðum og öðrum tekjum. Stofnunin hefur þríþætt hlutverk:
‐ að stunda rannsóknir á hafinu og lífríki þess,
‐ að veita ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins,
‐ að miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og almennings.

Hafro skulagatanÚtibú

Hafrannsóknastofnun rekur tvö rannsóknarskip og tilraunaeldisstöð auk þess að halda úti útibúum á fimm stöðum á landinu. Útibú Hafrannsóknastofnunar á Akureyri er rekið í nánum tengslum við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri, en að auki rekur stofnunin útibú á Höfn, á Ísafirði, í Ólafsvík og í Vestmannaeyjum. Útibúin gegna þýðingarmiklu hlutverki við gagnasöfnun og til þess að afla upplýsinga um gang veiða í kringum landið, auk þess að efla tengsl stofnunarinnar við sjávarútveginn.

Hafrannsóknarstofnun á norðurslóðum

Verulegur hluti rannsókna Hafrannsóknastofnunar tengist umhverfi og lífríki á norðurslóðum enda ráðast umhverfisskilyrði við landið að stórum hluta af innflæði og áhrifum kaldra sjógerða sem koma upp að landinu úr norðri og samspili þeirra við hlýrri sjó úr suðri. Aukinn skilningur á samspili þessara sjógerða hefur m.a. verið markmið margra alþjóðlegra samstarfsverkefna sem stofnunin hefur tekið þátt í á undan förnum árum. Um árabil hefur Hafrannsóknastofnunin fylgst með umhverfisskilyrðum (hita, seltu, næringarefnum, frumframleiðslu og dýrasvifi) á föstum athugunarstöðum norðan við Ísland og hafa þau gögn verið mikið nýtt við rannsóknir á þróun veðurfars og lífríkis í Norður Atlantshafi og víðar.

Yfirstandandi verkefni

Meðal fjölmargra annarra verkefna Hafrannsóknarstofnunar má nefna umfangsmiklar rannsóknir sem stofnunin hefur unnið að á undanförnum árum á líffræði og útbreiðslu loðnu í Íslandshafi. Nauðsynlegt þótti að ráðast í það verkefni í til þess að leita svara brýnum spurningu um breytingar sem orðið hafa á stofnstærð og útbreiðslu loðnu og sem ekki verður svarað við reglubundnar rannsóknir. Verkefnið beindist að umhverfinu, loðnunni frá lirfu og fram á fullorðinsstig og líkanagerð. Þessar rannsóknir eru jafnframt hluti alþjóðlegra rannsókna um vistkerfi á norðurslóðum (ESSAS, Ecosystem Studies of Sub-Arctic Seas).

Hafro unuftpSjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Hafrannsóknastofnun fer með forystu í starfi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna en hann tók til starfa árið 1998. Formlegir samstarfsaðilar um skólann eru auk Hafrannsóknastofnunar, Háskólinn á Akureyri, Matís og Háskóli Íslands. Rekstur skólans er að mestu greiddur af utanríkisráðuneyti Íslands, en nemendurnir eru fagfólk frá ýmsum sviðum sjávarútvegs í þróunarlöndunum.

Nánari upplýsingar um Sjávarútvegsskólann má sjá hér. 

Vefsíða

Hafrannsóknastofnun heldur úti viðamiklum vef þar sem finna má upplýsingar á bæði íslensku og ensku, meðal annars um hafrannsóknir við landið, rannsóknar- og ráðgjafarstörf stofnunarinnar og upplýsingar um helstu nytjastofna við landið. Á vefnum má einnig finna yfirlit yfir sögu haf- og fiskrannsókna við Ísland.

Slóðin á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar er www.hafro.is.

Ráðgjöf og útgefið efni

Á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar má finna mikið safn útgefins efnis. Þar er um að ræða rannsóknarskýrslur sem og kynningarefni sem stofnunin hefur unnið. Nálgast má nánari upplýsingar hér en að neðan má sjá örfá dæmi um útgefnar skýrslur af vef stofnunarinnar.

 - Analysing migrations of Atlantic cod Gadus morhua in the north-east Atlantic Ocean: then,now and the future. 

 - Abundance, composition, and development of zooplankton in the Subarctic Iceland Sea in 2006, 2007, and 2008.

 - Increasing levels of long-chain perfluorocarboxylic acids (PFCAs) in Arctic and North Atlantic marine mammals, 1984-2009. 

 

Hafro SigurborgJohannsdottir contactTengiliður

Nafn: Sigurborg Jóhannsdóttir

Starfsheiti: Vefumsjón

Tölvupóstfang: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Símanúmer: 575 2000

 

 

 

 

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal