Þekkingarsetur á Blönduósi

Þekkingarsetur á BlönduósiÞekkingarsetur á Blönduósi var stofnað árið 2012. Markmið þess er að vera miðstöð fyrir rannsókna- og þróunarverkefni á sviði textíls, strandmenningar og laxa á Norðurlandi vestra og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna og fræðastarfs. Tilgangur Þekkingarseturs á Blönduósi er að stuðla að aukinni almennri þekkingu með fræðslustarfi, eflingu háskólamenntunar, vísindarannsóknum og nýsköpun.

Sérfræðingar á vegum Þekkingarsetursins stunda rannsóknir á sérsviðum setursins, laxfiskum og strandmenningu, í samstarfi við ýmsar stofnanir, þar á meðal háskóla og stofnanir á Íslandi.

Þekkingarsetur á Blönduósi og norðurslóðir

Þekkingarsetrið hýsir Þórsstofu – Íshafsleiðin til Kína. Þórsstofa er vinnustofa þar sem varðveitt eru skjöl, bækur, munir og myndir frá dr. Þór Jakobssyni veðurfræðingi. Vinnustofan, sem aðgengileg er fræðimönnum sem leikmönnum, er vettvangur rannsókna og fræðslu í hafís- og norðuríshafssiglingaleiðinni og afrakstur af vinnu og áhuga Þórs á norðurslóðum.

Sérfræðingur Þekkingarsetursins á sviði strandmenningar hefur tekið þátt í rannsóknum á vistkerfum hafsins rétt sunnan við norðurheimskautsbaugs og stundar rannsóknir í verkefninu Marine Ecosystem Sustainability in the Arctic and Sub-Arctic (MESAS) við Háskólann í Alaska Fairbanks. Sérfræðingur Þekkingarsetursins á sviði lífríkisrannsókna í ferskvatni rannsakar vistfræði hryggleysingja á norðurslóðum með tilliti til hugsanlegra breytinga í vistkerfi þeirra.

Vefsíða

Vefsíða Þekkingarseturs á Blönduósi er www.tsb.is

Katharina SchneiderKatharina SchneiderTengiliður

Nafn: Katharina Schneider
Starfsheiti: Forstöðumaður
Tölvupóstur: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.
Sími: 452 4030

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal