Ráðherranefnd um málefni norðurslóða

Ráðherranefnd um málefni norðurslóða var sett á fót árið 2013 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í því skyni að horfa til þróunarinnar á norðurslóðum með heildstæðum hætti og tryggja skilvirka og samræmda hagsmunagæslu Íslands á æðsta stigi stjórnsýslunnar.

Nefndina skipa:

  • forsætisráðherra
  • utanríkisráðherra
  • innanríkisráðherra
  • iðnaðar- og viðskiptaráðherra
  • umhverfis- og auðlindaráðherra 

Aðrir ráðherrar taka þátt í störfum hennar eftir þörfum, samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra sem stýrir nefndinni.

radherranefndÍ stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu sé að gæta hagsmuna lands og þjóðar á alþjóðavettvangi og unnið skuli að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi. Ennfremur segir að hefja skuli undirbúning að nýtingu tækifæra sem skapast með opnun siglingaleiða um norðurslóðir og áhersla verði lögð á að verkefni þeim tengd verði vistuð hérlendis.

Þróun mála á norðurslóðum er ör og margþátta. Ríki við norðurskautið standa frammi fyrir margvíslegum tækifærum og áskorunum og hefur Ísland verulegra hagsmuna að gæta, þ.m.t. í stjórnmála-, efnahags-, umhverfis- og öryggislegu tilliti. Til að nýta þau tækifæri og mæta þeim áskorunum er ljóst að horfa þarf til þróunarinnar á norðurslóðum með heildstæðum hætti.

link icon arciceblue   Ráðherranefndin á vef forsætisráðuneytis

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal